Breska blaðið the Guardian birtir í dag á forsíðu áhugaverða og hrollvekjandi grein þar sem greint er frá því að Hamid Karzai, forseti Afganistans hafi undirritað lög þar sem réttindi kvenna eru skert verulega.
Með einu pennastriki er þannig giftum konum bannað að yfirgefa heimili sitt án leyfis eiginmanns síns. Þá er giftum konum bannað að neita eiginmanni sínum um kynlíf. Með öðrum orðum er nauðgun í hjónabandi leidd í lög.
Humaira Namati, þingmaður í efri deild þingsins segir að lögin séu “verri en á dögum Talíbana."
Frumvarpið hafi verið keyrt með hraði og umræðulítið í gegnum afganska þingið. "Allir sem mæltu gegn frumvarpinu voru sakaðir um andstöðu við íslamska trú,” segir þingkonan.
NATO á í stríði í Afganistan. Ísland er í NATO. Fulltrúi Íslands situr í hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins.
Er það stefna ríkisstjórnar Íslands að styðja stríð sem hefur að markmiði að lappa upp á ríkisstjórn sem brýtur svo gróflega og grímulaust mannréttindi á helmingi íbúa sinna, konum landsins? Á meðan við erum í stríði í Afganistan erum við að skrifa upp á kúgun af þessu tagi.
Viljum við slíkt í okkar nafni?
(Sjá: http://www.guardian.co.uk/world/2009/mar/31/hamid-karzai-afghanistan-law)
þriðjudagur, 31. mars 2009
Viljum við kvennakúgun í okkar nafni?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Annað athyglisvert mál í Afghanistan.
2oo1 var framleiðsla landsins á heróíni 185 tonn. 2008 var framleiðslan 3400 tonn, eða 95% af heimsframleiðslu á heróíni. Allt í nafni frjálshyggju og frelsis.
Kær kveðja.
Hörður Tómasson
Eina svarið við þeirri spurningu Árni er nei og ég æætla rétt að vona að fulltrúar okkar hjá NATO mótmæli þessu.
Stefán Benediktsson
Takk fyrir að vekja athygli á þessu
Jón Eggert
Hvað með palestínu ?
er ekki markmiðið þar að stofna talibanaríki með aðstoð vesturlanda og Hamas
, eða hvernig ætli sé farið með réttindi kvenna á Gaza svæðinu
Ja, ísraelar murka lífið úr þeim og börnum þeirra með hátæknivopnum með stuðningi BNA og fleiri. Þannig eru nú réttindarástandið þar.
Ættum við ekki bara að líta okkur nær Íslendingar? Við gleymum því oftar en ekki.
Hvernig viðgengst ekki karlakúgun á Íslandi vegna forræðis- og umgengnismála hér á landi þar sem kúgun karlmanna er lögbundin? Barnalög á Íslandi eru þau fornaldarlegustu í öllum hinum vestræna heimi og hef ég meiri áhyggjur af mannréttindamálum á Íslandi heldur en í Afganistan þó þau mættur sjálfsagt betri vera enda víða pottur brotinn, meira að segja á Íslandi...
Skrifa ummæli