fimmtudagur, 22. október 2009

Björn il-sung

Fyrir nokkrum árum kynntist ég ágætum skopteiknara þegar ég var við störf í Kosovo. Ég bað hann að gamni mínu að teikna skopmyndir af nokkrum Íslendingum með það fyrir augum að virkja hann á íslensku blaði.

Skemmst er frá því að segja að hann hafði ekkert nema ljósmyndir til að fara eftir og því var árangurinn misjafn. Honum yfirsást grallarinn og spéfuglinn sem bærist í Össuri, Steingrímur Joð leit út eins og páfinn og teiknarinn taldi Davíð Oddsson bersýnilega vera kandídat í að leysa Michael Jackson af hólmi í Jackson five!

Í fyrstu fannst mér honum ekki takast vel upp með Björn Bjarnason, því ég sá ekki betur en hann hefði farið mannavillt og teiknað mynd af Kim Il-Sung.

En því lengri tími sem líður, því betur sé ég að skopteiknarinn Spendh vinur minn Kadar hitti beint í mark.

Í Birni bærist nefnilega Kim.

Björn mótast af sínum aðstæðum og rýkur ekki upp til handa og fóta og smíðar kjarnorkuvopn og handtekur andstæðinga. Að sjálfsögðu ekki. Hann er lýðræðisútgáfan af Kim.

Kim Il-Bjarnason er mótaður af sínu nánasta umhverfi og verður því að láta sér nægja að horfa með flokksgleraugum á mannlífið og sjá fjandann í hverju horni og ráðast af heift og ósanngirni á alla þá sem hafa minnstu tilburði til að hafa aðrar skoðanir en hann.

Og hann og félagr hans í svörtu klíkunni kunna þá list manna best að hóta mönnum, refsa og hræða. Þjóðhagsstofnun steig feilspor og var lögð niður. Eru allir búnir að gleyma þvi rökstuðningurinn var ma. sá að greiningardeildir bankanna hefðu tekið við hlutverki henni.

Það voru ár óttans þegar svartaklíkan var við völd.

Það er nefnilega sama eðli í öllum ofstækismönnum þótt stigsmunurinn kunni að vera mikill.

Davíð vinur hins íslenska Kims var nýverið skipaður ritstjóri Morgunblaðsins. Persónulega hef ég ekkert við það að athuga. Eigendur Morgunblaðsins hafa fyllsta rétt til þess að fara með eign sína eins og þeim sýnist. Þeir hafa engum lagalegum skyldum að gegna við almenning í landinu.

Útaf fyrir sig má hins vegar setja pólitísk og siðferðileg spurningarmerki við ráðningu Davíðs, en í mínum huga er aðalatriðið viðskiptalegs eðlis.

Er það skynsamlegt bisnessmódel að þrengja markhóp blaðsins úr því að vera blað allra landsmanna í að vera blað flokksbrots lengst á hægrivæng Sjálfstæðisflokksins?

Hvort var betri söluvara Mogginn eða Þjóðviljinn?


Björn krefst þess að Agli Helgasyni, virtasta og vinsælasta sjónvarpsmanni Íslendinga á síðari árum verði sagt upp störfum.


Nú er að sjálfsögðu ástæða til að fagna því að Davíð Oddsson fái á seinustu árum starfsævi sinnar að kynnast því hvernig er að starfa hjá einkaaðila. Verst að Hannes Hólmsteinn hefur aldrei kynnst því.

Morgunblaðið hefur fyllsta rétt til að ráða Davíð Oddsson.
Ríkissjónvarpið hefur líka fyllsta rétt til að ráða Egil Helgason.

Davíð Oddsson hefur fyllsta rétt til að tjá skoðanir sínar.
Það hefur Egill Helgason líka.

Munurinn á þeim tveimur er hins vegar sá að Egill er betri markaðsvara en Davíð.

Ég hélt að markaðurinn hefði aldrei rangt fyrir sér. Eða var það ekki Hannes?

Það hentar andstæðingum Sjálfstæðismanna vel að reyna að gera sem mest úr markaðshyggju þeirra. Staðreyndir um skattlagningu og - vel að merkja - útgjöld til velferðarmála segja hins vegar aðra sögu.

Ég held að þegar upp er staðið muni sagan ekki minnast svörtu klíkunnar fyrir ómengaða frjálshyggju heldur fyrir stjórnlyndi, spillingu, sérgæsku, handahófskennda ákvarðanatöku og svo hóflausa foringjadýrkun að fá dæmi eru um í lýðræðislegum þjóðfélögum.

Það bærist nefnilega lítill Kim í fleirum en Birni Il-Sung.

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gætum við fengið að sjá umrædda mynd af Birni?

Nafnlaus sagði...

Skv. þessum pistli færi best á því
að Davíð og Egill hefðu vistaskipti!

Nafnlaus sagði...

Viltu ekki vera svo vænn að leggja fram orðrétt það sem Björn fer fram á að Agli verði sagt upp?

Las blogg eftir Björn sem aldrei er minnst á slíkt, heldur er hann að spyrja hvort að hlutleysisreglum RÚV hafi verið breytt hvað varðar þáttastjórnendur? Hugsanlega er um eitthvað annað tilfelli að ræða sem Björn hefur látið þessi orð falla?

En afturámóti þá væri örugglega hægt að komast hjá meðvitaðri eða ómeðvitaðri hlutdrægni og pólitískri slagsíðu eins og
hjá Agli, sem jafnframt hefur heldur betur drullað yfir hægrimenn á allskonar máta, sem eru ca. helmingur kjósenda, og jafnframt helmingur þeirra sem borga Agli launin hans og getað ekki sagt upp áskriftinni þótt þeir gjarnan vildu fyrir bragðið. Það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt að þessir aðilar tortryggi Egil fyrir bragðið.

Eðlilegast væri að vinstri og hægri menn hefðu sinn þátt hver, eða að 2 þáttastjórnendur eða fleiri koma að stjórnun, eins og gert var á Skjá 1 forðum.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson átti að standa undir línunum.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2 Gunnarsson gæti verið innsti flokksliði Íhaldsins þ.e. innvígður og innmúraður í Flokkinn.
Ekkert má segja um þessa flokkdindla í Valhöll.
Ertu kannski Hannes Hólmsteinn?

Nafnlaus sagði...

Guðmundur.
Drulla yfir hægriFLokksmenn?
Er til meiri drulla en sú sem þeir hafa skilið eftir sig?
Á að fela hana?
Kettir læra þrifnað ef þeim er núið upp úr eigin skít.
Ekki er þó víst að FLokksmenn hafi kattarvit.
A.m.k. sýnast 35% kjósenda ekki hafa það.
Lokaorð bloggsins:
"Það bærist nefnilega lítill Kim í fleirum en Birni Il-Sung."
Það er rétt að hrunflokkurinn er ekki bara einn.
Bloggarinn minnist þess að Samfó er í glerhúsi.
Skylt mál er niðurlag bloggsins:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur 2. Gunnarsson

2 Nafnlausir. Það vill svo til að ég hef nákvæmlega ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera, frekar en nokkurn hinna flokkanna. Og ykkur til nánari glöggvunar, þá er ástæðan einföld og sú að fyrir rúmum 2 áratugum komst ég að því að mér var fullkomlega vita vonlaust að geta valið á milli hver væri fallegasti kúkurinn í klósettinu. Svo fór sem fór og síðan hef ég ekki mætt á kjörstað, og vegna þess að ennþá er ég ekki farinn að sjá muninn.

Munaði að vísu ekki nema hársbreidd í vor að ég kysi VG, en orð Steingríms J. í viðtali rétt fyrir kosningar sögðu mér þá það sem hefur komið berlega í ljós, að þar fer óvenju ómerkilegur maður sem virðist ekki þekkja neinn mun á sannleika og lygi. Svo ég sat heima á kjördag.

Varðandi Björn og aðra pólitíkusa yfirleitt, þá eru það yfirleitt nóg rugl sem koma frá slíkum orðrétt, svo misvitrir þurfa ekki að bæta um betur með sínum skýringum.

Hefur einhver Baugsmiðlanna sem fullyrtu í fyrirsögnum að Björn vildi reka Egil, einfaldlega spurt hann hvort hann væri að fara fram á slíkt? Gerði fyrrum blaðamaðurinn, síðuhaldarinn það?

Sjálfstæðiflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylkingin eru nokkuð augljóslega hrunsflokkarnir í flestar hugum, og rannsóknarniðurstöður yfirvalda munu leiða okkur í betri skilning um hver er hvað og hvers er hvurs?

Hjörtur J. Guðmundssonp sagði...

Ef Egill væri nú bara í boði frjáls markaðar eins og áður en ekki fjármagnaður af okkur skattgreiðendum. Þá fyrst væri hægt að bera hann og Davíð saman eins og Árni gerir.

Nafnlaus sagði...

Ég skil ekki þetta væl í BB, Egill er alltaf með einhverja sjalla í settinu hjá sér. Hann vill sennilega hafa fleiri en sjallarnir eru nú ekki nema fjórðungur landsmanna.

Nafnlaus sagði...

Hjörtur,
"...en ekki fjármagnaður af okkur skattgreiðendum
..."

Ætlar þú nokkuð að halda því fram að Davíð + Mogginn sé ekki fjármagnaður af okkur skattgreiðendum ???

Nafnlaus sagði...

Nú rövla menn eins og Hjörtur hér að ofan um að Egill sé ríkisstyrktur, það má kannski minna þessa miklu frjálshyggjupésa á það að verið var að hella nokkrum milljörðum af almannafé í Morgunblaðið fyrir stuttu til þess að það mætti lifa og er það því ekkert annað en ríkisstyrkt og þar situr sjálfur yfirpostuli frjálshyggjunnar sem ritstjóri.

Þar sem Morgunblaðið er nú orðið ríkisstyrkt málgagn er varla hægt að yppa bara öxlum og segja að "eigendur" þess megi bara gera það sem þeim sýnist, ef það væri bara málgagn snéru málin öðruvísi við.
Einnig mætti minna frjálshyggjupésana á að almenningur er byrjaður að borga fyrir fyllerí bankamannana frjálsu sem eru þar af leiðandi ekkert annað en ríkisstyrktir líka, þó að borgunin sé eftirá er hún líka almennings, ríkisins.

Hvernig væri nú að þetta ríkisbubbalið færi að átta sig á bullinu þegar það er að röfla um einkarekstur, einkarekstur er nefnilega ekki einkarekstur þegar ríkið borgar skuldirnar eða pumpar inn peningunum eins og t.d. í Háskólann í Reykjavík.

Kv, Atli

Unknown sagði...

Atli: Það var engum ríkispening eytt í Moggann. Bankinn gerði þá kröfu að fyrri eigendur viku, og leyfðu nýjum eigendum að koma inn fé því hann hafði trú á að þeir gætu borgað skuldirnar. Reyndu að kynna þér staðreyndir. En það er ekki hægt að lasta þér fyrir þetta, þessari vitleysu hefur verið haldið fram aftur og aftur.

Árni Snævarr: Í rökræðum á netinu er þess oft getið að þegar andstæðingurinn fer að líkja manni við nasista, þá hefur hann tapað rifrildinu.

Þú ert á álíka lágu plani með versta einræðisherra heims. Ertu stoltur af snilldinni?

Nafnlaus sagði...

Því fyrr sem almennur kjósandi sjálfstæðisflokksins, gera sér grein fyrir því að æðstu ráðmenn flokksins, opinberir og leyndir, eru ekki stjórnmálaafl heldur glæpasamtök, því betra.

Nafnlaus sagði...

Þessi teiknari hefur greinilega haft næmt auga fyrir karakter.
Steingrímur Joð er stundum eins og páfinn, íhaldssamur á úreltar hugmyndir og stendur í kennisetningum trúboðs gegn málum sem almennt gætu talist til frjálslyndis.
Davíð Oddson er tæpast meira en skemmtikraftur, var góður sem unggæðingur en hefur fatast flugið með tímanum. Er þó enn talinn vera konungur af aðdáendum.
Björn er meistari í að skilgreina óvini rétt eins og þeir Kim II feðgar. Rússagrýlan loðir lengi við, Baugsgrýlan og nú Egilsgrýlan. Ekkert virkar betur til að safna að sér fylgi en að hafa sameiginlegan óvin til að berjast gegn.
Ef teiknarinn vinur þinn hefur átt í vandræðum með Össur þá er það eðlilegt, skilur nokkur maður þann ágæta dreng?
Kveðja
Bitvargur

Nafnlaus sagði...

Góður pistill Árni. Björn er ægilega sár. Þeir félagar, Björn og Hannes, apa báðir upp gamalt dæmi um fréttamann hjá Ríkisútvarpinu sem var rekinn fyrir að tjá sig á neikvæðan hátt um fyrirtæki sem var þá mikið fréttaefni og draga þannig úr trúverðugleika fréttastofu Rúv. Þessu líkja þeir saman við það að Egill Helgason, þáttastjórnandi hjá opinbera hlutafélaginu Rúv ohf., sem fellur lauslega undir fréttastofu Rúv, heldur á sama tíma úti vefsíðu á einkareknum frétta- og bloggmiðli, þar sem hann tjáir sig um allt mögulegt. Er þetta sambærilegt?

Nafnlaus sagði...

Hannes,

það sem þú og aðrir frjálshyggjupostular ekki skilja er að þegar að fyrirtæki borga ekki skuldir sínar og ríkisbanki (eigandi skuldana) gefur hluta þeirra eftir (t.d. 3 milljarða) í þeirri von að eitthvað fáist upp í afgang skuldarinnar þá er það almenningur sem er að greiða mismuninn.
Ég vona að þessi skortur á skilningi stafi af öðru en illgirni, sem ég vil ekki ætla neinum.

Það er ekki nóg að kynna sér staðreyndir, það þarf að vera skilningur á þeim líka Hannes og sá skilningur má ekki takmarkast við það sem kemur manni sjálfum best.

Ekki ætla ég mér að lasta þig heldur fyrir skilningsleysi eða skort á heildarsýn, ég kýs frekar að óska þér þér áframhaldandi góðs gengis í hinum ríkisstyrkta kapitalisma.

Kær kveðja, Atli